Normannar
Á ármiðöldum var maturinn einfaldur og fólk notaði mest hráefni sem það framleiddi sjálft. Þegar innrás Normanna var árið 1066 komu þeir með frönsk og skandinavísk áhrif með sér. Normönsk matarmenning hafði því mikil áhrif á matarvenjur á Englandi til dæmis voru þeir oft með veislur við sérstök tilefni. Þá voru miklu stærri veislur með meiri mat. Með þeim jókst fjölbreytni í matarræði miðaldarmanna á Englandi og þá helst þeim ríku. Einnig er talið að þá hafi fólk byrjað að skrifa niður uppskriftir og/eða kenna öðrum.
Krossferðir
Þegar evrópumenn fóru síðan í krossfarir á árunum 1095-1270 kynntust þeir öðrum matarmenningum sem að notuðu mismunandi krydd sem að þeir síðan komu með til Englands úr austri. Þeir færðu líka með sér rúsínur, döðlur og fíkjur. Svo lítið sé sagt, breyttu krossfarirnar miklu í matarmenningu englendinga á þessum tíma. Nokkur dæmi um ný krydd úr krossförunum eru: Pipar, kanill, engifer, kóríander og sinnep. Þessi krydd bættu bragð matarins mikið og buðu uppá nýjar uppskriftir. Þegar að farið var að flytja mikið krydd frá framandi löndum til Englands og Frakklands fór það að verða dýrt. Það ýtti undir mismun á matarvenjum á milli ríkra og fátækra ennþá meira. Margir áttu því ekki efni á fínu kryddunum og því breyttu kryddin efnahagslífinu á miðöldum.
Svartidauði olli miklum samfélagsbreytingum á miðöldum. Hann breiddist mikið út í evrópu og um allan heim, 200 milljón manns dóu. Svartidauði kom til Englands árið 1346 og var til staðar í 60 ár og því minnkaði fólksfjöldinn gríðarlega. Því var meiri matur til fyrir fátæka en áður og þeir gátu borðað meira kjöt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli