Kvöldmatur hins ríka miðaldamanns

Á miðöldum voru réttir ekki aðskilnir eins og þeir eru í dag. Forrétturinn, aðalrétturinn og eftirrétturinn voru allir bornir fram saman og úr varð eins konar veisla. Tískan var að “mannasiðabækur” voru lagðar fram á borðið með matnum en í þeim stóð að hvað mætti og hvað mætti ekki gera við matarborðið. Til dæmis, það má ekki bora í nefið eða reka við á meðan matarstund stendur yfir. Hér með mun fylgja það sem ég ætla að bera fram í afmælinu mínu þar sem mun vera miðaldaþema. Þetta eru einnig góð dæmi um hvað ríka fólkið borðaði á miðöldum. Það verður örugglega gaman að koma vinum saman í svona veislu þannig ef þetta veitir þér innblástur mæli ég með að kýla á það! Vertu þó undirbúin undir að upplifa hin glæsilega lífstíl ríka miðaldamannsins! Ég er ekki alveg orðin klár á uppskriftunum ennþá en netið er fullt af hugmyndum.
Glóðað hjartarkjöt
Ég veit núna af persónulegri reynslu að hjartarkjöt er svakalega erfitt að ná höndum sínum á þannig það getur verið að ég muni nota venjulegt hreindýrakjöt í staðinn. Pabbi er með leyfi til þess að veiða hreindýr hér á okkar fagra landi og því mun hann geta útvegað mér það. Á miðöldum áttu þeir ríku svæðin þar sem hægt var að veiða hjartar- og hreindýr og var því ekki fáanlegt almenningnum, eins og okkur.
Myndaniðurstaða fyrir reindeerFyrst mun ég forsjóða kjötið og smyrja það með svínafeiti áður en ég set það á teininn. Ég er með steikartein á grillinu mínu sem ég mun nota. Á meðan það steikist þar mun ég hella yfir það sósu sem tekur enga stund að gera. Hún mun samanstanda af rauðvíni og mulnu engiferi. Ég mun örugglega láta hrísgrjón blönduð við mulnar möndlur fylgja með.
Ég ætla mér að gera mjög stóra uppskrift til þess að það verði alveg örugglega nóg til þess að við borðum öll yfir okkur og höfum samt nóg til þess að henda í ruslið eins og þau gerðu í þá daga. Ríka fólkið átti það líka til að borða mjög framandi kjöt eins og páfugla og seli en, ásamt því að vera erfitt að útvega, er ég hrædd um að það sé kannski of framandi fyrir gestina mína.

Brauð
Myndaniðurstaða fyrir middle ages breadHinir ríku borðuðu einungis hvítt brauð en allt annað var fyrir hina fátæku. Þar sem ég er að fylgja þemanu hjá þeim ríku ætla ég mér að baka hvítt brauð. Ég komst að því að þau notuðu oft hunang í hvíta brauðið þannig um að gera að prófa það! Ég mun örugglega ausa smá hunangi yfir brauðið og síðan úða það með mulnum furuhnetum.

Myndaniðurstaða fyrir fishes middle ages
Steikt gedda
Gedda, lax og silungur voru algengustu fiskarnir til þess að vera bornir fram, meðal ríkra, á þessum tíma. Vegna eldunaraðferða enduðu fiskarnir oft nokkuð bragðlausir og þess vegna var gert bragðmiklar sósur með. Ég ætla mér að útbúa steikta geddu sem er ránfiskur í fersku vatni. Sósan sem ég mun láta fylgja með henni var afar vinsæl á sínum tíma en hún er kölluð “Galentyne” sósa. Hún er gerð úr hvítvíni, ediki, rúgmjöli og vatni en síðan kryddar maður hana með kanil, pipar og lauk. Þetta verður eitthvað!



Salat
Ég mun hafa salat til hliðar sem fólk mun geta fengið sér af eins og þeim hentar. Í því verður ferskt spínat, minta og villt jarðaber (fyrir þína villtu bragðlauka) blandað við smá olíu og edik. Að lokum mun ég skreyta það með fallegu rósarblöðum.
Soðnar perur
Sem nokkurs konar eftirréttur, þó að vísu er þetta allt borið fram saman, mun ég setja soðnar perur á boðstólinn. Þetta er afar einföld uppskrift en maður bara sýður hýðislausar perur í sósu sem er gerð úr kanil, rauðvíni, sykur, engiferi og smá ediki.

Myndaniðurstaða fyrir bryndons“Bryndons”
Bryndons voru kökur sem voru víða fundnar á borðum aðalsmanna. Hveiti, saffran, sykur og vatn var hnoðað saman og skorið í þunnar sneiðar áður en því var kastað í olíu og beint á pönnuna. Þær eru svo bornar fram með sýrópi sem er uppbyggt af víni, hunangi, pipar, sandelvið, saffran, múskat, negul, döðlum, furuhnetum, kúrennum og smá ediki en þetta er allt soðið saman. Ég ætla mér að sleppa saffran í þessari uppskrift en ég setti það hér fyrir ykkur sem eru nógu rík til þess að hafa efni á því. Ég hlakka til!

Þetta er allt svona sem ég er að pæla í hingað til. Ég vona innilega að þetta hafi kveikt einhverjar hugmyndir hjá þér og á áhuga á myrku öldunum. Mér finnst það rosa skemmtileg upplifun að lifa mig inn í svona aðstæður sem ég bý til og vinir mínir líka. Það mæta tiltölulega fáir til mín í ár samt. Ég veit ekki af hverju en það mæta alltaf færri með hverju árinu. Kannski  út af steikta höfrungnum í fyrra. Allur maturinn er talinn vera klassískur fyrir hlaðborð á miðöldum. Fólk var helst með rautt kjöt og fuglakjöt, frekar en fisk. Ég var bara í stuði fyrir fisk í ár. Allir borðuðu einnig brauð en hvítt brauð var fyrir þá ríku. Ástæðan fyrir að perur og ýmsir ávextir voru soðnir var vegna þess að fólk taldi að maður myndi fá sjúkdóm við það að borða hráan ávöxt. Perur, eins og ég verð með, voru frekar borðaðar í Norður - Englandi því þær fundust frekar þar. Það getur vel verið líka þar sem sjúkdómar leyndust nú alls staðar á þessum tíma. Ýmsar kökur og hlaupkökur þá sérstaklega voru afar vinsælar og áætlunin er einmitt að hafa hlaupköku á næsta ári. Takk fyrir mig og endilega skoðið hinar færslunar mínar ef þið viljið vita meira um miðaldir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli