Brauð
Einn algengasti matur á miðöldum var brauð þá sérstaklega hjá bændum og fólki í litum þorpum og bæjum. Það fólk borðaði gróft brauð með rúgi, byggi, ýmsum kornum og stundum baunum. Ríkara fólk samfélagsins borðaði brauð með hvítu hveiti.
Kjöt
Kjöt var talinn vera almennilegur matur og þess vegna fengu fátækir lítið af því. Fátækir töldu sig heppna ef þeir fengu eitthvað kjöt yfir daginn. Kindakjöt og svínakjöt var helsta kjötið hjá fátækum en þeir fengu þó einungis að veiða lítil dýr eins og broddgelti og íkorna. Ríkir köstuðu eign yfir öll veiðisvæðin og yfir allan mat sem var talinn vera of góður fyrir lágstéttirnar. Þess vegna gátu þeir fengið aðgang að hvaða sem var fáanlegt.
Fiskur varð afar vinsæll matur á miðöldum enda var kirkjan búin að setja afar strangar reglur um hvenær fólk ætti að borða fisk. Hins vegar, varð eftirfylgnin á þessum reglum afar slök eftir því sem leið á miðaldir og fólk borðaði því sjaldan fisk á síðmiðöldum.
Fyrir árið 1100 var ekki kryddað neinn mat þar sem krydd komu frá Austur-Asíu. Hins vegar var fólk mjög hrifið af því að nota hunang til þess að gera matinn sætann. Salt var einnig notað til þess að hjálpa kjöt og fisk að endast en fólk kunni mjög að meta ósaltað kjöt og ósaltaðan fisk.
Drykkir
Það var ekki mikið í boði þegar það kom að drykkjum. Fólk átti helst til mjólk, vatn og öl. Það tók langan tíma að búa til öl en það var þess virði þvó það var líklegra til þess að vera hreinara en vatnið og mjólkin. Ölið var algengasti drykkurinn. Þeir sem voru ríkir drukku vín líka en því var oft blandað við vatn.
Það var ekki mikið í boði þegar það kom að drykkjum. Fólk átti helst til mjólk, vatn og öl. Það tók langan tíma að búa til öl en það var þess virði þvó það var líklegra til þess að vera hreinara en vatnið og mjólkin. Ölið var algengasti drykkurinn. Þeir sem voru ríkir drukku vín líka en því var oft blandað við vatn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli