Matur almennings


Image result for medieval peasant foodFlest fólk á miðöldum þurfti að búa til sinn eigin mat vegna þess að það var ekki mikið um verslanir í þorpum. Venjulegt fólk í þorpum og bændur þurftu að sjá fjölskyldum sínum fyrir mat og mikil vinna fór í það. Flest fólk á miðöldum borðaði brauð þó ekki hvítt brauð, því einungis ríka fólkið átti efni á því, heldur brúnt og gróft brauð. Það var dýrt að rækta hvítt hveiti til þess að búa til hvítt brauð og þess vegna ræktaði almenningur frekar rúg og bygg. Einnig var sett korn í brauðið og það var því allt öðruvísi en hvíta brauðið sem ríka fólkið borðaði. Stundum eftir lélega uppskeru setti fólk til dæmis baunir í brauðið í stað kornsins. Það var bannað að baka sitt eigið brauð heima hjá sér og því þurfti fólk að borga aðalsmanni síns svæðis fyrir að nota ofninn hans.
Image result for medieval peasant foodAnnað sem að almenningur borðaði mikið af voru þykkar súpur og flestir bættu einhverju ofan í þær eins og baunum, næpum, blaðlauk og öðru grænmeti. Það sem fólk bætti í grautinn sinn fór eftir uppskeru, hvað fólkið ræktaði og hvar það bjó. Kjötið sem fátækara fólk samfélagsins borðaði stundum var svínakjöt og kindakjöt en það var ódýrara að rækta það. Kindakjöt var ekki álitið eins gott og svínakjöt en blóðið úr kindunum var notað til þess að búa til blóðmör. Það voru oft skógar og ár nálægt þorpunum þar sem villt dýr og fiskar lifðu. Ríka fólkið átti það land og því þurfti sérstakt leyfi frá þeim til þess að mega veiða sér mat þaðan. Þorpsbúar máttu bara veiða smærri dýr eins og broddgelti og íkorna en það var oftast bannað að veiða önnur dýr eins og dádýr og héra. Einnig mátti stundum veiða sumar tegundir fiska en lax og silungur áttu einungis að vera fyrir aðalinn. Ef að einhver stalst til þess að veiða dýr sem mátti ekki veiða var honum refsað. Ein algeng refsing fyrir því var að höggva hendurnar af honum.
Image result for medieval aleFólk á miðöldum drakk bæði vatn og mjólk en vatnið var oft mjög skítugt og mjólkin geymdist ekki vel. Því var vinsælasti drykkurinn öl því þó að það taki langan tíma að búa það til þá er það betra en skítuga vatnið og gamla mjólkin. Fólk bjó til sitt eigið öl og erfitt var að fá leyfi til þess að selja það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli